Þessa dagana situr Helga Ósk við og smíðar nýtt búningasilfur til að kynna og sýna á Handverk og hönnun í Ráðhusi Reykjavíkur sem haldin verður að venju 16-20 november. Víravirki hefur alla tíð skipað stóran sess í verkum og vinnu Helgu Óskar, bæði í venjulegum skilningi þess, en líka sem aðferð við nýsmíði hefðbundinna skartgripa. Búningasilfur Helgu þykir einstaklega vandað og smíðað af miklu listfengi og verður áhugavert fyrir unnendur þessa fallega handverks að fá að handleika og skoða búningasilfri á Ráðhúsmarkaðnum í haust. Það hefur færst mjög í aukana að fólk sé að sauma sér búninga eða gera upp ættar dýrgripi og því fylgir að sjálfsögðu þetta fallega og íslenska handverk sem Helga hefur, öðrum fremur svo fallegt vald á.