Fimmtudagskvöldið var sérstaklega hátíðlegt í Smiðsbúðinni þegar Glóð var afhjúpuð, verkefni til styrktar Konukoti. Smiðsbúðin ætlar núna næstu sex árin að hanna og framleiða litla og fallega jólakertastjaka og allur ágóðinn mun renna til starfsemi Konukots.
Eins og sjá má á myndinni var margt um manninn, leikkonurnar; Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn (Lolla), Katla Margrét og Ilmur Kristjáns sáu um að engum leiddist. En áhrifaríkast var að hlusta á sögu Þóru Bjargar sem átti skjól í Konukoti þegar lífið var henni mótrækt, það skjól átti mikin þátt í bata hennar og þeirri gleðilegu stöðu sem hún er í dag.
.